Tollamálaráðherra Kína heimsækir Ísland

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollamálaráðherra Kína heimsækir Ísland

28.05.2019

Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, ásamt föruneyti heimsótti Ísland í síðustu viku. Ráðherrann undirritaði m.a. þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína.

Að morgni föstudagsins 24. maí fundaði ráðherrann með fulltrúum frá Tollstjóra og fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á fundinum, sem haldinn var í fármála- og efnahagsráðuneytinu var samstarf tollyfirvalda landanna rætt, þar á meðal málefni er varða tvíhliða samstarf á sviði viðskiptaliprunar, viðurkenndra rekstraraðila (AEO) og þekkingaruppbyggingar. Þá var samstarf varðandi aðkomu tollyfirvalda að framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Kína rædd.  Á fundinum lagði Karen Bragadóttir, aðstoðartollstjóri, til að stofnaður yrði vinnuhópur sem myndi hefja vinnu við gerð samnings milli íslenskra og kínverskra tollyfirvalda um gagnkvæma aðstoð í tollamálum og var sú tillaga samþykkt.

Til baka