Ráðsfundur Alþjóða tollastofnunarinnar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Merki WCO

Ráðsfundur Alþjóða tollastofnunarinnar

02.07.2019

133/134 ráðsfundur Alþjóða tollastofnunarinnar (WCO) var haldinn í Brussel dagana 27. – 29. júní. Sendinefndir frá 183 aðildarríkjum stofnunarinnar tóku þátt í fundinum, en ráðið (e: Council) er æðsti ákvörðunartökuaðili stofnunarinnar.

Ráðið ræddi álitaefni tengd hinum mismunandi áherslumálum og verkefnum WCO svo sem samræmdu tollskránni (Harmonised System/HS), upprunareglum, tollverðsákvörðunum, eftirliti, viðskiptaliprun og þekkingaruppbyggingu.

Ráðið samþykkti nýja 2022 útgáfu samræmdu tollskrárinnar og upplýsingasamstæðu um rafræna verslun (e-commerce package) ásamt því að ákveða að vinna nánar að tæknilegum forskriftum. Þá var stefnuáætlun stofnunarinnar fyrir 2019/2022 samþykkt þar sem níu forgangssvið eru tilgreind: samhæfð landamærastjórnun, öryggismál, Endurskoðaði Kyoto Samingurinn (RKC), rafræn verslun (e-commerce), samræmda tollskráin (HS), þekkingaruppbygging, árangursmælingar, heilindamál auk stafrænna tollamála og gagnagreiningar.

Stjórnarhættir stofnunarinnar voru til umræðu á fundinum, m.a. tillaga um að takmarka fjölda kjötímabila sem æðstu stjórnendur stofnunarinnar gætu setið. Í tengslum við þá umræðu báru fulltrúar Tollstjóra fram þá tillögu að sérstaklega yrði hugað að jafnrétti og fjölbreytni í starfi stofnunarinnar og ekki síst hvað varðaði æðstu stjórnendur. Tillaga Íslands var samþykkt einróma og skapaðist um hana góð umræða.

Fulltrúar Tollstjóra á fundinum voru Sigurður Skúli Bergsson, tollstjóri og Sigfríður Gunnlaugsdóttir, fagstjóri alþjóðamála.

Til baka