Nýtt veftollafgreiðslukerfi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Mynd af hluta eyðublaðs

Nýtt veftollafgreiðslukerfi

30.09.2019

Ný útgáfa af veftollafgreiðslukerfinu fyrir innflutning verður opnuð 15. október 2019.

Kerfið notar svokallaða SAD aðflutningsskýrslu á rafrænu formi.

Ríki á Evrópska Efnahagssvæðinu, EES, og fleiri hafa sammælst um notkun samræmds eyðublaðs við tollskýrslugerð, á ensku kallað Single Administrative Document SAD í því skyni að auðvelda, einfalda og efla viðskipti milli ríkjanna.

Í fyrstu útgáfu nýja kerfisins er innflutningur. Útflutningsskýrslur eru áfram gerðar með eldra veftollafgreiðslukerfi Tollstjóra sem eru reyndar nú þegar á SAD formi.

Reitir SAD skýrslunnar eiga að veita í megin atriðum sömu upplýsingar í öllum aðildarríkjunum Evrópska efnahagssvæðisins EES.

Kerfið er hluti nýrra tollakerfa sem unnið hefur verið að innleiðingu og smíði á um árabil. Undirliggjandi kerfi byggir á þjónustumiðaðri högun. Eldra tollakerfi sem hefur verið í rekstri frá því á níunda áratugnum keyrir samhliða nýju kerfunum þar til innleiðingu þeirra er að fullu lokið.

Til baka