Skipun tollgæslustjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Skipun tollgæslustjóra

26.02.2020

Sigurður Skúli Bergsson hefur verið skipaður í embætti tollgæslustjóra við Tollgæslu Íslands. Sex umsækjendur voru um stöðuna.

Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með B.Sc. gráðu í rekstrarhagfræði frá Handelshojskole SYD í Danmörku. Sigurður Skúli var settur tollstjóri frá og með 1. október 2018 til og með 31. desember 2019. Frá árinu 2006 var hann aðstoðartollstjóri við embætti Tollstjóra auk þess að veita rekstrar- og upplýsingatæknisviði embættisins forstöðu frá árinu 2012. Á árunum 2000 – 2006 gegndi hann starfi forstöðumanns tollgæslusviðs hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Þar áður var hann með rekstur eigin lögmannsstofu og gjaldheimtustjóri hjá Gjaldheimtu Suðurnesja í sex ár.

Sigurður Skúli er kvæntur Þuríði Árnadóttur lögfræðingi og eiga þau tvo syni.

Til baka

Myndir með frétt

Mynd með frétt