Vírinnsigli ​– breytingar á framkvæmd farmverndar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Vírinnsigli ​– breytingar á framkvæmd farmverndar

29.04.2020

Fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að nota svokölluð boltainnsigli við framkvæmd farmverndar. Frá og með 11. maí 2020 verður sú breyting á, að hægt verður að kaupa svokölluð vírinnsigli hjá Skattinum og nota þau við framkvæmd farmverndar. Tilkoma vírinnsigla hefur í för með sér breytingar á tölvukerfi farmverndar, sbr. nánari upplýsingar á síðunni Vírinnsigli – breytingar á tölvukerfi farmverndar.

 

Boltainnsigli

Boltainnsigli henta á venjulega vörugáma. Þau eru í pökkum, sem hver inniheldur 250 stykki.

Í hverjum pakka eru 25 einingar, hver með 10 stykki.

Sjá einnig á https://www.mfsecurityseals.my/shop/2k-klicker-bolt-seal/

 

Vírinnsigli

Vírinnsigli henta á vörugáma með þrengra op en er á venjulegum vörugámum. Þau eru í pökkum,

sem hver inniheldur 250 stykki. Í hverjum pakka eru 50 einingar, hver með 5 stykki.

Sjá nánar á https://www.mfsecurityseals.my/shop/mclz-350-cable-seal/

 

 

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst til farmvernd@skatturinn.is.

Til baka

Myndir með frétt

Mynd með frétt
Mynd með frétt