Lækkun á losun húsbíla vegna álagningar vörugjalds 2020

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Norræna

Lækkun á losun húsbíla vegna álagningar vörugjalds 2020

15.05.2020

Alþingi samþykkti þann 6. maí 2020 lög um m. a. breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum. Lögin, nr. 33/2020 voru birt í Stjórnartíðindum í gær og hafa því tekið gildi. Samkvæmt VIII. kafla laganna verða ákveðnar orðalagsbreytingar á nokkrum greinum laga nr. 29/1993 en auk þess var bætt við bráðabirgðaákvæði sem gildir út árið 2020 og kveður á um 40% lækkun á skráðri losun húsbíla áður en til álagningar kemur, þó að hámarki niður í 150 g/km.

Undanþágukóði verður LÖT31

Ákvæðið kveður á um að húsbílar þurfi að uppfylla fjögur tiltekin skilyrði til þess að heimilt sé að lækka losun umrædds ökutækis.

  1. Losun skal einvörðungu hafa verið skráð samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni.
  2. Ökutækið skal skráð sem bifreiða í ökutækjaskrá, sbr. 9. tl. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga nr. 77/2109.
  3. Að ökutækið falli í flokk húsbíla og húsbifreiða samkvæmt ákvæðum umferðarlaga nr. 77/2019 og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim lögum.
  4. Að ökutækið teldist grindur EF það væri án yfirbyggingar til bústaðarnota með borðum og sætum, rúmstæði, eldunaraðstöðu, o.fl. Skilyrði þess að teljast grindur skv. h-lið, 2. tl. 4. gr. laganna er að þær sé með hreyfli og ökumannshúsi og eftir atvikum með viðbættu vöruflutningarými. Með viðbættu vöruflutningarými er átt við vörukassa eða vörupall sem ekki er sambyggður ökumannshúsinu og myndar ekki sjónræna heild með því hvað varðar lögun, lit eða efni.

Umrædd breyting tekur þegar gildi og gildir út árið 2020. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðast við innflutningsdag ökutækisins.

Til baka