Auglýsing um breytingu á tollskrá

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Síður úr tollskrá

Auglýsing um breytingu á tollskrá

20.05.2020

Þann 22. maí tekur gildi auglýsing um breytingu á tollskrá gildi, sbr. auglýsingu nr. 35/2020. Helstu breytingar á tollskrá eru þær að sérstök tollskrárnúmer eru gerð fyrir ýmis konar hlífðarbúnað heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar Covid-19 faraldursins. Aðrar helstu breytingar eru gerð sérstakra tollskrárnúmera fyrir húsbifreiðar í vörulið 8703, gerð sérstakra tollskrárnúmera fyrir ökutæki til gripaflutninga eða annarra landbúnaðarstarfa í vörulið 8704 auk breytinga á undirlið 8711.60 varðandi lítil, rafknúin ökutæki.

 

Nánar má kynna sér umræddar breytingar á vef Stjórnartíðinda: Auglýsing 35/2020

Til baka