Samningur við Fiskistofu
Snorri Olsen tollstjóri og Eyþór Björnsson fiskistofustjóri undirrituðu 16. nóvember 2010 samstarfssamning milli Tollstjóra og Fiskistofu. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Fiskistofu varðandi eftirlit með inn- og útflutningi sjávarafurða.