Skipulagið og fólkið
Skatturinn tók til starfa um áramót með sameiningu tollstjóra og ríkisskattstjóra nánari upplýsingar...
Landið er eitt skatt- og tollumdæmi með einum ríkisskattstjóra og níu starfsstöðvum. Ríkisskattstjóri stýrir stofnun sem nefnist Skatturinn og hefur stofnunin með höndum heildarferli þjónustu, álagningar og innheimtu opinberra gjalda og annarra skatta og gjalda auk þess að annast skatt- og tolleftirlit.
Tollgæsla Íslands undir stjórn tollgæslustjóra heyrir undir ríkisskattstjóra. Þá setur ríkisskattstjóri framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og birtir eftir því sem efni standa til og þýðingu hefur.
Meginhlutverk Skattsins er að skatt- og tollskil almennings og fyrirtækja séu rétt og í samræmi við lögbundnar skyldur en embættið gegnir samræmingarhlutverki í skatt- og tollframkvæmd ásamt þjónustu við greiðendur.