Skipulagið og fólkið

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Skipulagið og fólkið

Tollstjóri fer með tollstjórn á Íslandi, innheimtir skatta og gjöld fyrir ríkissjóð og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að hafa eftirlit með framkvæmd tolla- og innheimtumála á landsvísu og vera leiðbeinandi um þau.

Það er vilji embættisins að vera framsækin ríkisstofnun sem veitir góða og skilvirka þjónustu og stuðla þannig að efnahags- og félagslegri velferð íslensks samfélags.

Embætti tollstjóra heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið og er tollstjóri ábyrgur gagnvart fjármála- og efnahagsráðherra fyrir rekstri embættisins eins og fram kemur í erindisbréfi hans. Æðsti yfirmaður embættisins og tollstjóri er Snorri Olsen.

Við embætti tollstjóra starfa um 230 starfsmenn sem vinna ýmist við innheimtu skatta og gjalda, tollframkvæmd og tolleftirlit eða stoðþjónustu. Hópurinn hefur fjölbreytta menntun og er á breiðu aldursbili.

Starfsstöðvar embættisins eru um allt land, flestir starfsmenn eru staðsettir í Tollhúsinu við Tryggvagötu 19. Aðrar starfsstöðvar embættisins eru að Klettagörðum 23, Stórhöfða 32 í Reykjavík á Akureyri, Eskifirði, Ísafirði, Keflavíkurflugvelli, Selfossi, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum.

Starfsemi embættisins er skipt upp í tvö kjarnasvið innheimtusvið og tollasvið, og þrjú stoðsvið, mannauðssvið, rekstrar- og upplýsingatæknisvið og þróunarsvið. Þar fyrir utan er um að ræða starfsemi innri endurskoðunar og skrifstofu tollstjóra.

Sex manns skipa yfirstjórn embættisins: Snorri Olsen tollstjóri, Sigurður Skúli Bergsson aðstoðartollstjóri og forstöðumaður rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, Edda Símonardóttir forstöðumaður innheimtusviðs, Karen Bragadóttir forstöðumaður tollasviðs, Unnur Ýr Kristjánsdóttir forstöðumaður mannauðssviðs og Linda Rut Benediktsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs.

Yfirstjórn embættisins fundar að jafnaði einu sinni í viku þar sem ákvarðanir eru teknar um hin ýmsu mál er undir yfirstjórn heyra.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir