Að vinna hjá Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Að vinna hjá Tollstjóra

Tollstjóri leggur áherslu á það í mannauðsstefnu sinni að embættið sé góður vinnustaður sem hefur á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki sem er meðvitað um mikilvægi starfs síns. Samvinna, fagleg þekking, heilindi og samkennd leggja grunninn að góðum vinnustað þar sem starfsánægja er ríkjandi og starfsfólk árangursdrifið. Tollstjóri leggur áherslu á góðan starfsanda, að starfsfólk ræki starf sitt af alúð og samviskusemi og sýni jákvætt viðmót og gagnkvæma virðingu í öllum samskiptum.

Hjá embætti Tollstjóra er virkt fræðslustarf og markviss starfsþróun starfsmanna. Starfsmönnum er veitt tækifæri til að nýta hæfileika sína og styrkleika í starfi, auka færni og viðhalda þekkingu sinni. Boðið er jöfnum höndum upp á almenna fræðslu og sérhæfða þjálfun sem styður við stefnu og starfsemi embættisins. Starfsmenn Tollstjóra leita stöðugt leiða til að bæta frammistöðu sína í starfi og auka víðsýni sína.

Embætti Tollstjóra er góður vinnustaður þar sem hugað er að velferð starfsmanna m.a. með heilsueflandi umhverfi, öflugu starfsmannasamfélagi, góðu mötuneyti og ábyrgð í umhverfismálum. Tollstjóri hefur jafnréttismál að leiðarljósi og ekki er mismunað á grundvelli kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana eða annarra ómálefnalegra þátta. Tollstjóri greiðir sambærileg grunnlaun fyrir jafnverðmæt störf.

Gildi Tollstjóra eru TRAUST – SAMVINNA – FRAMSÆKNI.

Hjá Tollstjóra starfa um 250 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn á tveimur kjarnasviðum og þremur stoðsviðum. Menntun og starfsreynsla þeirra liggur meðal annars í viðskiptafræði, lögfræði, bókmenntum, kennslufræði, íslensku, verkefnastjórnun, mannauðsstjórnun, náms- og starfsráðgjöf, íþróttafræði, félagsfræði, vinnusálfræði, kerfisfræði, stjórnsýslufræði, iðnmenntun, verkfræði, tungumálum, uppeldis- og menntunarfræði.

 

Sjá einnig:

Jafnréttisáætlun Tollstjóra - (pdf)

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir