Tollasvið

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollasvið

Hlutverk Tollstjóra á sviði tollamála er skilgreint í 40. gr. tollalaga. Grunnstoðir embættisins á vettvangi tollamála endurspeglast þar með tvennum hætti: 

Tollstjóri verndar samfélagið gegn ólögmætum inn- og útflutningi vöru sem getur haft í för með sér hættu fyrir öryggi, umhverfi og heilsu almennings. Í því felst m.a. að hafa eftirlit með inn- og útflutningi fíkniefna, falsaðs varnings (t.d. matvæla og lyfja), vopna, geislavirkra og annarra hættulegra efna, vöru með tvíþættan tilgang, menningarverðmæta og tryggja farmvernd, sóttvarnir og öryggi vöru. Tollstjóri tekur þátt í vörnum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að sporna við áhrifum hennar á öryggi almennings, samkeppnishæfni fyrirtækja og samfélagið í heild. 

Tollstjóri tryggir tekjur ríkissjóðs með álagningu og innheimtu aðflutningsgjalda. Þannig stuðlar Tollstjóri að viðhaldi samfélagsins og heilbrigðu samkeppnisumhverfi.

 

Skipurit tollasviðs Tollstjóra

 

Forstöðumaður tollasviðs er Karen Bragadóttir

Tollasvið skiptist í 7 einingar:

 

Tolleftirlit Reykjavík og landsbyggð

Yfirtollvörður er Ársæll Ársælson

Tolleftirlit Keflavíkurflugvöllur

Yfirtollvörður er Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir

Tollafgreiðsla

Yfirtollvörður er Hörður Davíð Harðarsson

Endurskoðun

Deildin er staðsett á Tryggvagötu, deildarstjóri er Guðbjörn Guðbjörnsson

Lögfræðimál

Deildin er staðsett á Tryggvagötu, deildarstjóri er Íris Ösp Ingjaldsdóttir

Rannsókn

Deildin er staðsett á Tryggvagötu, deildarstjóri er Gísli Rúnar Gíslason

Greining

Deildin er staðsett á Tryggvagötu

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir