Stefnumiðuð stjórnun
Stjórnunarhættir hjá Tollstjóra skulu miða að því að starf leiði til skilgreindrar útkomu eða árangurs.
Árið 1999 var undirritaður árangursstjórnunarsamningur milli fjármálaráðuneytisins og tollstjórans í Reykjavík þar sem kveðið er á um áætlanagerð og árangursmat hjá embættinu. Árið 2001 var hlutverk tollstjórans í Reykjavík útvíkkað í framhaldi af því að embætti ríkistollstjóra var lagt niður og var þá árangursstjórnarsamningurinn endurskoðaður í kjölfarið.
Fjármála- og efnahagsráðherra og tollstjóri undirrituðu 6. maí 2015 nýjan árangursstjórnunarsamning sem gildir til ársins 2020 og leysir af hólmi samning frá árinu 2001. Með samningnum er lagður grunnur að áætlanagerð og árangursmati á sviði tolla- og innheimtumála á grundvelli stefnuskjalsins Tollstjóri 2020.
Árangursstjórnunarsamningur milli embættis Tollstjóra og Fjármála- og efnahagsráðuneytis (pdf skjal)