Áætlanagerð og ársskýrsla

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Áætlanagerð og ársskýrsla

Gerðar eru áætlanir til eins árs og fimm ára í senn þar sem verkefni og starfsmarkmið eru skilgreind. Í ársskýrslu birtast síðan niðurstöður um árangur embættisins.

Í árlegri verkefnaáætlun er fjallað um umfangsmeiri verkefni sem er ætlað að færa embættið nær þeirri framtíðarsýn að vera framsækin ríkisstofnun sem er þekkt fyrir að hlúa að mannauði sínum, veita góða og skilvirka þjónustu og standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs. Í umfjöllun um hvert verkefni er meginmarkmið þess og afurðir tilgreint, fjallað um hvata og ávinning verkefnisins fyrir Tollstjóra, meginmarkmið í stefnukorti embættisins sem tengjast verkefninu, áætluð verklok og ábyrgð.

Verkefnaáætlun var fyrst gerð fyrir starfsárið 2008 og kom þá í stað ársáætlunar sem hafði þá verið gerð frá árinu 1999. Ráðgert er að gefa á ný út ársáætlun frá og með árinu 2009, með breyttu sniði. Langtímaáætlun embættisins bíður jafnframt endurskoðunar.

Í ársskýrslu er gerð grein fyrir starfsemi sviða og deilda auk vinnu við hin ýmsu verkefni á liðnu ári. Birtar eru niðurstöður árangursmælinga og árangur á völdum þáttum borinn saman milli ára (lykiltölur).

 

Hér að neðan birtast ársskýrslur Tollstjóra.

Skýrslurnar eru í pdf skjölum til að opna þau þarf forritið Adobe Reader.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir