Gæðastefna
Tollstjóri hefur með höndum tollframkvæmd í landinu ásamt innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi höfuðborgarsvæðisins. Að vernda samfélagið og tryggja ríkinu tekjur er okkar hlutverk. Við viljum sinna því af heilindum og trúmennsku og uppfylla þannig væntingar viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila.
Leiðir til þess eru að
- kappkosta að þjónustan sé eins og best gerist hjá opinberum aðilum
- reka embættið með hagkvæmni að leiðarljósi
- stuðla að því að starfsfólk sé ánægt og stolt í starfi
- viðhalda virku og vottuðu gæðakerfi sem innifelur að greina, innleiða, mæla og stýra nauðsynlegum ferlum
- vinna stöðugt að umbótaverkefnum
Árangursmarkmið
Eftirfarandi árangursmarkmið eru sett í samræmi við gæðastefnuna og út frá kröfum ráðuneytis um stefnumótun ríkisaðila:
1) Skilvirk og árangursrík innheimta skatta og gjalda
2) Skilvirk og árangursrík tollframkvæmd
3) Vönduð áætlanagerð og markviss eftirfylgni
4) Góð þjónusta og ímynd
5) Virkt og vottað gæðastjórnkerfi
6) Ánægt og stolt starfsfólk