Stefna embættisins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Stefna embættisins

Tollstjóri 2020 er stefnumarkandi skjal um öfluga og skilvirka stofnun sem styður við atvinnulífið og velferð allra hópa samfélagsins. Það felur í sér áform um fjárfestingar í mannauði og nauðsynlegum innviðum Tollstjóra og stefnu um hvernig megi styrkja menntun og menningu, nýsköpun og þróun innan stofnunarinnar í þágu samfélagsins í heild.

Hlutverk

Við verndum samfélagið og tryggjum ríkinu tekjur

Kjarnastarfsemi Tollstjóra er á sviði tollstjórnar og innheimtumála. Tollstjóri hefur með höndum tollgæslu í landinu ásamt innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur. Með markvissum og nútímalegum aðferðum stuðlar embættið að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs og auknum lífsgæðum einstaklinganna.

Stefna

Stefna Tollstjóra er að vera framsækin ríkisstofnun sem er þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs, veita góða og skilvirka þjónustu og hlúa að mannauði sínum.

Framtíðarsýn

Árið 2020 verði stjórnsýsla á sviði innheimtu opinberra gjalda og tollamála einföld, skilvirk og hagkvæm. Tollstjóri verði framsækin, traust stofnun sem með samvinnu við hagsmunaðila stuðlar að velferð allra hópa samfélagsins. Tollstjóri verði í fremstu röð hvað varðar fagmennsku og rafræna stjórnsýslu.

Gildi

Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni

Traust birtist í því að ganga má út frá því sem vísu að afgreiðsla mála byggir á fyrirliggjandi staðreyndum og er í samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti.  Viðskiptavinir og starfsmenn geta treyst því að erindi þeirra séu unnin af réttlæti og að allir njóti jafnræðis. Áreiðanleiki í samskiptum, vandaðir starfshættir og vilji til að gera stöðugt betur leiðir til þess að allir hópar samfélagsins upplifa trausta og góða þjónustu.

Samvinnan birtist í því að lögð er áhersla á gott samstarf við hagsmunaaðila vegna þess að starfsmenn trúa að það skili gagnkvæmum ávinningi. Gagnkvæm virðing leiðir til uppbyggilegra skoðanaskipta og heilbrigðs ágreinings. Starfsmenn hafa bjartsýni, gleði og jákvæðni að leiðarljósi í öllum samskiptum. Ánægjulegt og gefandi samstarf jafnt innbyrðis og gagnvart hagsmunaaðilum stuðlar að góðum starfsanda, starfsánægju og framþróun verkefna.

Framsæknin birtist í því að lögð er áhersla á þekkingu, nýjustu tækni og einföldun ferla til hagsbóta fyrir hagsmunaaðila og starfsmenn. Kapp er lagt á að hagsmunaaðilar fái bestu mögulegu lausnir hverju sinni. Starfsmenn sýna frumkvæði í starfi og láta verkin tala. Markmið eru sett og árangur mældur. Starfsmenn viðurkenna mistök og læra af þeim. 


 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir