Mannauðsstefna

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Mannauðsstefna

Tollstjóri hefur með höndum tollframkvæmd í landinu ásamt innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi höfuðborgarsvæðisins.

 

Mannauðurinn er lykilþáttur í sókn Tollstjóra í átt að framúrskarandi árangri í tollframkvæmd, innheimtu og þjónustu. Leiðarljósin eru eftirfarandi:

1 Góður vinnustaður

Tollstjóraembættið er góður vinnustaður þar sem starfsfólk myndar öfluga liðsheild sem er meðvituð um gildi vinnu sinnar, byggir á styrkleikum og skapar umhverfi þar sem umbætur og þverfagleg samvinna er viðhöfð. Einelti, áreitni eða ofbeldi er ekki liðið í neinni mynd.

2 Framsækin stjórnun, hvatning og endurgjöf

Stjórnendur stuðla að því að starfsfólk nái árangri og þróist í starfi með því að virkja og hvetja starfsfólk og dreifa ábyrgð og verkefnum. Stjórnendur sjá til þess að samskipti séu góð og upplýsingaflæði nægt, verkferlar skýrir og að starfsfólk hafi nauðsynleg gögn og tæki til þess að sinna starfi sínu.

3 Starfsmiðuð þekking og þróun

Embættið hafi á að skipa traustu og hæfu starfsfólki. Markvisst fræðslustarf og tækifæri til starfsþróunar eru lykilþættir í því að starfsfólk geti tekist á við verkefni sín af fagmennsku og þekkingu.

4 Heilsa, öryggi og vellíðan í fyrirrúmi

Tollstjóri ber umhyggju fyrir velferð starfsfólks. Markvisst er unnið að heilbrigði, öryggi og velferð starfsfólks með því að draga úr hættu á vinnutengdum slysum eða sjúkdómum og byggja upp öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Áhersla er á að starfsfólk geti samræmt vinnu og fjölskylduábyrgð og er starfsfólk hvatt og stutt til heilsuræktar.

5 Jafnréttis og sanngirni sé gætt

Jafnréttismál eru höfð að leiðarljósi og ekki er mismunað á grundvelli kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana eða annarra ómálefnalegra þátta. Sömu laun eru greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

 

Sjá einnig:

Jafnréttisáætlun Tollstjóra - (pdf)

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir