Persónuverndarstefna Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Persónuverndarstefna Tollstjóra

Vinnsla persónuupplýsinga er nauðsynlegur þáttur í starfsemi Tollstjóra. Mikið er lagt upp úr því að vernda persónuupplýsingar og að meðferð þeirra sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd. 

Markmið persónuverndarstefnunnar er að veita upplýsingar um hvernig unnið er með persónuupplýsingar hjá Tollstjóra, í hvaða tilgangi og hvað er gert við þær. Stefnan tekur eingöngu til einstaklinga en ekki lögaðila.

Ábyrgðaraðili

Ábyrgðaraðili er Tollstjóri, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, kt. 650269-7649. Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 560-0300, senda erindi í gegnum heimasíðuna, með tölvupósti á fyrirspurn[hja]tollur.is eða með netspjalli.

Persónuverndarfulltrúi

Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum, er persónuverndarfulltrúi Tollstjóra. Hægt er að hafa samband við Hörð Helga með því að hringja í síma 520-2900 og senda tölvupóst á tölvupóstfangið hhh[hja]landslog.is.

Hvaða vinnsla persónuupplýsinga fer fram hjá Tollstjóra og í hvaða tilgangi?

Hjá Tollstjóra eru tvö kjarnasvið, annars vegar tollasvið og hins vegar innheimtusvið.  Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga fer að verulega leyti eftir því um hvort sviðið er að ræða. Megintilgangur vinnslu persónuupplýsinga á tollasviði er að greiða fyrir lögmætum flutningi vöru til og frá landinu og stemma stigu við ólöglegum inn- og útflutningi. Megintilgangur öflunar persónuupplýsinga á innheimtusviði er að innheimta álagða skatta og gjöld í ríkissjóð.

Haldið er utan um persónuupplýsingar í nokkrum mismunandi kerfum í þeim tilgangi sem að ofan greinir. Þeir flokkar persónuupplýsinga sem um er að ræða eru aðallega upplýsingar um inn- og útflytjendur, upplýsingar um gjaldendur vegna innheimtu gjalda o.fl.

Unnið er með afmarkaða flokka persónuupplýsinga í tolleftirliti sem fellur undir  löggæsluverkefni en þau eru að hluta undanþegin persónuverndarlögunum, m.a. hvað varðar upplýsingarétt.

Á grundvelli hvaða heimilda vinnur Tollstjóri persónuupplýsingar?

Tollstjóri vinnur persónuupplýsingar á grundvelli lagaheimilda, t.d. í tollalögum og lögum um tekjuskatt.

Dæmi um vinnslur sem mælt er fyrir um í lögum:

  • Móttaka og afgreiðsla aðflutningsskýrslu vegna innflutnings vöru
  • Móttaka og afgreiðsla innflutningsleyfa ef leyfi þarf til innflutnings vöru, t.d. þegar um vopn er að ræða
  • Upplýsingagjöf og leiðbeiningar vegna innheimtu skatta og gjalda
  • Vinnsla persónuupplýsinga við gerð fjárnámsbeiðna

Trúnaður

Starfsmenn hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að sinna sínu starfi og fer það eftir starfssviði hvers og eins hvaða upplýsingum starfsmaður hefur aðgang að.  

Allir starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum og helst hún þótt látið sé af störfum. Við undirritun ráðningarsamnings skrifa allir starfsmenn undir yfirlýsingu um þagnarskyldu.

Varðveislutími

Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan þörf er á þeim og málefnalegar ástæður eru til eða eins og lög kveða á um ef mælt er fyrir um geymslutíma í lögum. Í skjalavistunaráætlun embættisins er kveðið á um geymslutíma helstu skjalategunda sem berast embættinu á pappír og afhendingu þeirra til Þjóðskjalasafns Íslands til varðveislu, í samræmi við lög um opinber skjalasöfn.

Hvaðan berast persónuupplýsingar?

Vinnsla persónuupplýsinga er forsenda þess að Tollstjóri geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu við tollafgreiðslu og innheimtu skatta og gjalda. Persónuupplýsingar berast bæði frá einstaklingum eða fulltrúum þeirra og frá öðrum opinberum stofnunum. Dæmi um opinberar stofnanir sem afhenda embættinu upplýsingar er Fjársýsla ríkisins og Þjóðskrá Íslands.

Dæmi um fulltrúa einstaklinga sem geta afhent embættinu persónuupplýsingar eru tollmiðlarar, endurskoðendur og lögmenn. Vilji einstaklingur eða fulltrúi hans ekki afhenda persónuupplýsingar getur það leitt til þess að ekki sé unnt að inna af hendi þá þjónustu sem óskað er eftir, svo sem að tollafgreiða vöru.

Til hverra er persónuupplýsingunum miðlað?

Tollstjóri kann að þurfa að afhenda persónuupplýsingar til þriðja aðila í þeim tilgangi að sinna lögboðnu hlutverki embættisins. Dæmi um þetta er afhending upplýsinga til dómstóla og sýslumanna vegna innheimtuaðgerða eða annarra eftirlitstofnana á landamærum vegna tollafgreiðslu vöru og afhending gagna til Þjóðskjalasafns Íslands á grundvelli laga um opinber skjalasöfn.

Réttindi skráðs einstaklings

Einstaklingur getur farið fram á að fá upplýsingar um vinnslu eigin persónuupplýsinga hjá embættinu og einnig óskað eftir aðgangi að þeim. Sækja eyðublað: Beiðni um aðgang að persónuupplýsingum. Í sumum tilvikum er hægt að fara fram á að fá upplýsingar leiðréttar eða óska eftir takmörkun vinnslunnar. Vegna undanþágu persónuverndarlaga á ofangreint þó ekki við um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.

Einstaklingur á rétt að leggja fram kvörtun til Persónuverndar sem fer með eftirlitshlutverk á sviði persónuverndar, sjá heimasíðu stofnunarinnar: www.personuvernd.is.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir