Verkefnastjórnun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma. Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Grunnþættir verkefnastjórnunar eru:

  • Að skilgreina markmið verkefnis út frá tíma, kostnaði og mælikvörðum um árangur.
  • Að þróa og innleiða áætlun til að ná settum markmiðum.
  • Að nota réttar aðferðir við stjórnun verkefnis, áætlanagerð og eftirlit.
  • Að kalla til hæfa einstaklinga, sem hafa þekkingu til að leysa einstök verk, til að vinna að verkefninu.

Tollstjóri vill vera í hópi þeirra stofnana ríkis og sveitarfélaga sem hagnýta hvað best aðferðafræði verkefnastjórnunar. Til að sækja fram á sviði verkefnastjórnunar skulu verkefnastjórar njóta stuðnings í starfi innanhúss og gert kleift að auka þekkingu sína og færni í verkefnastjórnun hjá Tollskóla ríkisins og utanaðkomandi aðilum. Þá geta verkefnastjórar sem vilja öðlast alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun (IPMA) gegnum Verkefnastjórnunarfélag Íslands sótt um styrk til þess frá Tollstjóra. Verkefnaáætlun skal áfram gefa út ár hvert og betrumbæta milli ára.

Áherslur Tollstjóra í verkefnastjórnun eru:

  • Skýr ábyrgð - verkefnastjórar
  • Árangursríkt hópstarf
  • Góður undirbúningur verkefna
  • Vönduð áætlanagerð
  • Stöðug eftirfylgni
  • Lært og miðlað af reynslunni

Upplýsingaveitur um verkefnastjórnun

MPM
Verkefnastjórnunarfélag Íslands
International Project Management Association (IPMA) 
Project Management Institute (PMI) 
PMForum
Danish Project Management Association
Project Management Association Finland 
Norsk Forening for Prosjektledelse (NFP) 
Svenskt Projektforum 
Australian Institute of Project Management
International Journal of Project Management 
Project Smart
Project Smart: 21 Ways to Excel at Project Management
ESI International 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir