Fræðsla og ráðgjöf

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fræðsla og ráðgjöf

Fjöldi starfsmanna hjá Tollstjóra stýrir verkefnum af ýmsu tagi. Tollstjóri hvetur verkefnastjóra til að auka starfsþekkingu sína og færni m.a. með því að sækja þá fræðslu sem í boði er,  kynna sér náms- og lesefni um verkefnastjórnun, nýta sér þjónustu Verkefnastjórnunarfélags Íslands og aðrar upplýsingaveitur um verkefnastjórnun á Netinu.

Skipulagt fræðslustarf er sem hér segir:

  • Allir starfsmenn Tollstjóra fá kynningu á verkefnastjórnun og verkefnavinnu í upphafi starfstíma.
  • Nemendur tollskólans sitja námskeið í grunnþáttum verkefnastjórnunar og vinna verkefnisáætlun fyrir lokaverkefni sín frá skólanum.
  • Í tengslum við gerð verkefnaáætlunar sækja verkefnastjórar vinnustofur og námskeið sem eru til þess fallin að auka þekkingu þeirra og færni í verkefnastjórnun.

Þá njóta verkefnastjórar stuðnings forstöðumanns þjónustu- og gæðamála og annarra sérfræðinga í verkefnastjórnun við gerð verkefnaáætlunar og verkefnastjórnun.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir