VSF og vottun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

VSF og vottun

Tollstjóri er aðili að Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Aðild að félaginu mun greiða aðgang verkefnastjóra hjá embættinu að gagnlegum hjálpartækjum, fróðleik um verkefnastjórnun og efni frá fundum félagsins.

Á vefsvæði VSF er síða með efni sem eingöngu er ætlað félagsmönnum, svo sem tímaritum, greinum og glærum frá fyrirlestrum (ráðstefnur, málþing og hádegisverðarfundir).

Starfsmenn Tollstjóra sem vilja öðlast alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun (IPMA) gegnum Verkefnastjórnunarfélag Íslands geta sótt um styrk til þess frá embættinu.

Þegar sótt er um IPMA vottun hjá VSF þarf að skila inn ákveðnum gögnum sem taka mið af því stigi vottunar sem sótt er um. D-stig krefst einungis þess að umsækjandi standist mat á umsókn og prófi, en bæði B og C stig krefjast þess að umsækjandi standist mat á skýrslu og viðtali, því til viðbótar. Frekari upplýsingar, leiðbeiningar og öll eyðublöð sem nota þarf við umsókn um vottun eru á heimasíðu félagsins. Athugið að vottaðir verkefnastjórar þurfa að sækja um endurvottun eftir fimm ár. Umsóknin verður að berast VSF innan sex mánaða frá því að gildistími skírteinis rennur út.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir