Inntökupróf

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Inntökupróf

Við inntöku í grunnnám tollvarða þurfa umsækjendur að standast próf þar sem prófað er úr þremur þáttum:almennri þekkingu, tungumálum og líkamsgetu. Próf í almennri þekkingu er krossapróf en próf í íslensku og ensku eru skrifleg. Líkamsgetupróf skiptist í þrjá hluta, stöðvaæfingar, hlaup og sund og þarf að standast lágmarksviðmið í öllum æfingum. Byrjað er á stöðvaæfingum þar sem æfingarnar eru framkvæmdar hver á eftir annarri eftir fyrirmælum prófdómara. Að því loknu er hlaupið og endað á því að synda. 

   
Almenn þekking
  • Íslands- og mannkynssaga
  • Íslensk og almenn landafræði
  • Stjórnmál, menning og listir
  • Samfélagsmál
  • Tollamál og skyld málefni
       
Tungumál
  • Íslenska

Könnun á kunnáttu í málfræði og stafsetningu.

  • Enska

Þýðing á stíl af ensku yfir á íslensku.

       
Líkamsgeta

Æfingar

Karlar/konur

Stöðvaæfingar:

Armbeygjur

Kviðæfing

Snerpuhopp

 

20 armbeygjur (lágmark).

15/12 kviðæfingar (lágmark).

Snerpuhopp í 30 sekúndur að lágmarki 30/25 hopp.

Hlaup

Hlaupa skal 2000 metra á innan við 11/12 mínútum.

Sund

Synda skal 200 metra með frjálsri aðferð á innan við 6 mínútum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir