Námskeið

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Námskeið

Á vegum Tollskóla ríkisins eru reglulega í boði ýmis námskeið ætluð þeim sem starfa við inn- og útflutning. Um er að ræða þrennskonar námskeið:


Tollmiðlaranámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir lög og reglur sem gilda um tollmeðferð vöru, þar á meðal tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddrar vöru, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda.

Athygli er vakin á því að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið.

Lengd: 100 kst.

 

Námskeið í tollskýrslugerð vegna innflutnings

Þátttakendur fá þjálfun í gerð tollskýrslu og öðlast grunnskilning á helstu reglum er varða innflutning. Farið verður yfir helstu fylgiskjöl og útreikninga, uppbyggingu tollakerfis, upprunavottorð, reglur o.fl.

Lengd: 25 kst.

 

Námskeið í tollskýrslugerð vegna útflutnings

Þátttakendur fá þjálfun í gerð tollskýrslu og öðlast grunnskilning á helstu reglum er varða útflutning. Farið verður yfir helstu fylgiskjöl og útreikninga, uppbyggingu tollakerfis, upprunavottorð, reglur o.fl.

Lengd: 20 kst.

 

Námskeið eru að jafnaði auglýst með a.m.k. mánaðar fyrirvara og ræðst tímasetning námskeiða af eftirspurn eftir þeim. Að jafnaði er miðað við að lágmarki 12 þátttakendur á hvert námskeið.

 

Námskeið framundan

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Sigurjónsdóttir fagstjóri fræðslumála, adalheidur.sigurjonsdottir[hja]tollur.is

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir