Nýtt veftollafgreiðslukerfi og tollalínan

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nýtt veftollafgreiðslukerfi og tollalínan

Ný útgáfa af veftollafgreiðslukerfinu fyrir innflutning var gangsett 15. október 2019

  • Áður en farið er inn í kerfin fyrir hönd fyrirtækisins þarf að ganga frá því að starfsmenn sem sinna tollafgreiðslu hafi umboð fyrirtækisins til að tengjast. 
  • Fyrirtæki sem hafa aðgang að gamla kerfinu eru sjálfkrafa með aðgang að því nýja og þurfa ekki að sækja um aðgang. Hinsvegar þarf að veita starfsmönnum umboð. Umboð er veitt fyrir hvort kerfi um sig.
  • Eftir að umboð hefur verið veitt munu starfsmenn áfram geta notað kort með persónulegu rafrænu skilríki sem notuð voru til aðgangs að eldra kerfi en aðgangi að innflutningi í því hefur verið lokað.

Umboð veitt

Íslykill fyrirtækis er eingöngu notaður til að veita umboð ekki til að vinna í kerfinu.

Áður en fyrirtæki getur veitt starfsmönnum umboð til að nota nýju kerfin þarf að fá íslykil fyrirtækisins sé hann ekki til staðar nú þegar.

Íslykill er pantaður hér: https://innskraning.island.is/?panta=1

 

Umboðkerfi á island.is

 

Slóðir í kerfin:

Þegar starfsmaður hefur fengið umboð skráir hann sig inn með því að nota sama kort með persónulegu rafrænu skilríki og notað var með eldra kerfi.

veftollafgreidsla.tollur.is (kerfi til að gera tollskýrslu rafrænt)

tollalinan.tollur.is (í kerfinu birtast upplýsingar úr tollafgreiðslukerfi skattsins: vörusendingar, tollskýrslur, farmskrár, skuldfærð aðflutningsgjöld o.fl.)

Nýju SAD skýrslurnar birtast eingöngu í nýja tollalínukerfinu en þar birtast jafnframt eldri skýrslur.

Nánar um auðkenningu og innskráningu

Innskráningarþjónusta Ísland.is er notuð til að auðkenna notendur inn í ný vefkerfi skattsins. Fyrst um sinn eru allar aðferðir island.is til auðkenningar studdar en skatturinn mælir með því að notuð séu rafræn skilríki því þau eru talin veita mest öryggi.

Innbyggt í innskráningarþjónustuna er umboðskerfi. Með því geta fyrirtæki og einstaklingar veitt öðrum umboð til að koma fram fyrir sína hönd.

  1. Fyrirtæki og rekstraraðilar þurfa að veita starfsmönnum umboð vilji þeir að þeir geti nýtt sína persónulegu auðkenningu t.d. starfsmannaskilríki á korti eða skilríki í síma til að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins í viðkomandi kerfi og sjá gögn fyrirtækisins.
  2. Þegar starfsmaður sem veitt hefur verið umboð skráir sig inn fær hann val um hvort hann vilji koma fram sem hann sjálfur eða fyrir hönd fyrirtækisins (innskrá í umboði).
  3. Rekstraraðilar sem þegar hafa heimild til tollafgreiðslu með gamla veftollafgreiðslukerfinu hafa sömu heimild í nýja kerfinu en þurfa að veita starfsmönnum sínum umboð.
  4. Nýir aðilar þurfa eins og áður að sækja um heimild til tollafgreiðslu með kerfinu.
  5. Tollalínan er öllum opin til að sjá sín eigin gögn (líka einstaklingum).

Upplýsingar um SAD skýrsluna:


Ný atriði/breytingar á SAD skýrslu miðað við eldri skýrslu

Leiðbeiningar um útfyllingu SAD eyðublaðsins

Sjá einnig fleiri skjöl hér

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir