Nýr vefur
Síðum fækkað og efni yfirfarið
Snjallvefur
Nýi vefurinn er snjallvefur útlit vefsins og virkni breytist eftir skjástærð þannig að vefurinn á að virka vel á öllum tækjum. Meginhluti efnis vefjarins er aðgengilegt á öllum tegundum tækja.
Flýtileiðir
Efst á skjánum er röð hnappa með flýtileiðum til að kalla fram aðgerðir sem oft eru notaðar.
Merking hnappanna er eftirfarandi:
Tungumál - hægt er að velja um íslensku og ensku.
Lokuð svæði - beint í innskráningu á þjónustugáttir sem Tollstjóri býður upp á.
Hafðu samband
Leit
Útskráning - birtist ef notandi er skráður inn
Loka flýtileið - birtist ef einhver flýtileið hefur verið valin ef smellt er lokast glugginn sem var opinn.
Valmynd
Valmyndin er ofarlega á skjánum og birtist sem flipar fyrir markhópa eða málefni á venjulegum tölvuskjá og stærri snjalltækjum en á snjalltækjum með litlum skjá birtist valrönd, ef smellt er valmyndartáknið (þrjú lárétt strik) opnast valmyndin en ef smellt er á Tollstjóri opnast forsíðan. Ef smellt er á merki Tollstjóra á venjulegum skjá opnast forsíða vefsins.
Brauðmolaslóðir
Fyrir ofan innihald vefsíðu birtist brauðmolaslóð. Á tölvum og stærri snjalltækjum eru þær jafnframt valmynd en á smátækjum er hún notuð til að sýna staðsetningu síðunnar í vefnum.
Endurgjöf
Neðst á öllum vefsíðum sem innihalda efni gefst notendum kostur á að tjá sig um hvort innihald síðunnar hafi verið hjálplegt. Endurgjöf frá notendum í gegnum þessa leið verður verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Notendur eru hvattir til að nýta sér þennan möguleika til að hjálpa til við að bæta vefinn og hafa áhrif á þróun hans.
Forsíða
Á forsíðu birtast auglýsingar til að vekja athygli á því sem efst er á baugi hverju sinni. Þar er einnig birt nýjasta fréttin á vefnum og dagbók. Einn smell í burtu eru allar fréttir og dagbókarfærslur en hægt er að skoða þær eftir mánuðum og árum.
Þar birtast einnig tenglar sem vísa beint í vinsælustu síður vefsins, tollgengi og flýtileiðir í helstu málaflokka og síður tengdar þeim.
Milliforsíður málaflokka
Á þessum síðum birtast tvær nýjustu fréttir viðkomandi málaflokks auk flýtileiða í beint í hluta efnis hans.
Betri leit
Leitin á þessum vef virkar mun betur en á þeim gamla ef þú finnur ekki efnið prófaðu þá að leita. Við vinnum stöðugt að því að bæta leitina. Láttu okkur endilega vita ef þú finnur ekki neitt :)
Betri reiknivél
Reiknivél fyrir innflutningsgjöld virkar nú betur á snjalltækjum og auk þess er nú hægt að leita í henni að vöru eða flokki.
Dulritun
Samskipti milli tölvu notenda og vefþjóns eru dulrituð. Þetta er gert til að auka öryggi samskipta og koma í veg fyrir að hægt sé að ræna upplýsingum sem sendar eru milli tölvu notandans og vefþjónsins. Þar að auki getur notandi staðfest að hann sé á vef Tollstjóra.