Fíkniefnasíminn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fíkniefnasíminn

Upplýsingasíminn 800 5005 er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Starfsmenn fíkniefnastofu ríkislögreglustjórans taka niður upplýsingar sem kunna að berast og koma þeim áleiðis til lögregluembættanna eins og þurfa þykir.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Til eru fleiri leiðir til að koma upplýsingum á framfæri. Þú getur t.d. sent tölvupóst til fíkniefnastofu ríkislögreglustjórans og þannig komið á framfæri vitneskju, sem þú telur geta komið að liði við að stemma stigu við fíkniefnavandanum.

Einnig er hægt er að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um ólöglegan innflutning.


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir