Opið lengur á fimmtudögum

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Opið lengur á fimmtudögum

  • Tollstjóri hefur tekið þá ákvörðun að lengja opnunartíma afgreiðslu embættisins á Tryggvagötu á fimmtudögum.
  • Nú verður afgreiðslan því opin alla fimmtudaga frá kl. 08:00 - 18:00.
  • Skiptiborð og þjónustuver eru opin frá 08:00 - 16:00 eins og venjulega.
  • Aðra virka daga verður opnunartími óbreyttur frá kl. 08:00 - 15:30.

Lengri opnunartími á fimmtudögum er til reynslu í óákveðinn tíma.

Breytingar á innheimtu skatta og gjalda

Frá og með 1. janúar 2015 annast Tollstjóri innheimtu skatta og gjalda á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt reglugerð nr. 1060/2014, um innheimtumenn ríkissjóðs.

Þeir sem eiga lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði geta ekki lengur greitt skatta og gjöld hjá sýslumönnum í Kópavogi og Hafnarfirði. Öll afgreiðsla og þjónusta vegna innheimtu og greiðslu skatta og gjalda er nú flutt til Tollstjóra að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Það á einnig við um innheimtu álagninga fyrri ára.

Breyting á innheimtuumdæmi Tollstjóra kemur í kjölfar fækkunar sýslumannsembætta úr 24 í 9 samkvæmt lögum númer 50/2014, um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir