Hjálparsíða fyrir netspjall

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hjálparsíða fyrir netspjall

Netspjall Tollstjóra notar Svarbox® kerfið frá Modernus.

Hægt er að spjalla beint við þjónustufulltrúa í gegnum vefinn.

  • Í netspjallinu fást svör við spurningum um tollamál bæði varðandi inn- og útflutning.

Netspjallið er ætlað öllum, en opnar að auki möguleika á beinum samskiptum milli þjónustufulltrúa Tollstjóra og heyrnarlausra eða annara sem geta ekki eða eiga erfitt með að tala í síma.

Í netspjallinu notum við stuttar og hnitmiðaðar spurningar og fáum stutt og hnitmiðuð svör. Þeim sem eru mjög lengi að vélrita er bent á að senda frekar fyrirspurn.

Ekki er hægt að svara hvaða spurningu sem er í netspjallinu. Ef ekki er hægt að svara spurningu vísar þjónustufulltrúi á símanúmer sem hringja má í eða bendir viðkomandi á að senda fyrirspurn.

Háttvís notkun á netspjallinu
Um samskipti í netspjallinu gildir sami fyrirvari og um tölvupóst.

  • Samtölin eru trúnaðarmál og ætluð þeim sem við er rætt.
  • Ekki er ætlast til að þau séu áframsend á aðra eða birt opinberlega.

Leiðbeiningar:

Smelltu á Hafðu samband hnappinn efst á skjánum og síðan á netspjall. Fylgdu leiðbeiningum í Svarboxinu.

Ef samskiptaglugganum er lokað meðan á spjalli stendur rofnar samtalið.

 

Látið okkur vita ef vandamál koma upp við notkun netspjallsins.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir