Farmvernd

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Farmvernd

01.10.2004

Þann 25. maí sl. voru samþykkt á Alþingi lög um siglingavernd nr. 50/2004. Lögin tóku gildi 1. júlí sl. Á grundvelli laganna setti tollstjórinn í Reykjavík reglur um farmvernd nr. 529/2004 sem tóku gildi á sama tíma og lögin.

 

Reglur um farmvernd kveða m.a. á um að allir vörugámar sem fluttir eru úr landi skulu vera innsiglaðir með sérstöku farmverndarinnsigli sem tollstjórinn í Reykjavík lætur aðilum í té samkvæmt nánar tilteknum skilyrðum í reglum um farmvernd.

Þrátt fyrir ákvæði um notkun farmverndarinnsigla í reglum um farmvernd ber engu að síður á því að einstaka gámar berast ennþá til útflutningshafna án þess að hafa verið innsiglaðir með þessum hætti.

Með vísan til þess sem að ofan greinir beinir tollstjórinn í Reykjavík því til farmflytjenda að frá og með 1. október 2004 verðið engir gámar án farmverndarinnsigla fluttir úr landi.

Til baka