Samnorrænn fundur um tollendurskoðun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Samnorrænn fundur um tollendurskoðun

19.09.2005

19. september hófst fundur norrænna yfirmanna tollendurskoðunarmála undir yfirskriftinni Nordisk revisjonshefsmöde i Reykjavík 2005.

Íslandi var boðin þátttaka í samstarfinu árið 2001 en þá var fundurinn haldinn í Finnlandi, ári síðar í Svíþjóð og nú síðast í Kaupmannahöfn. Nú er því komið að Íslandi að fara með formennskuna og halda fundinn.

Viðfangsefni fundarins eru m.a. samvinna á sviði endurskoðunar og eftirlits í tollheimtumálum í víðum skilningi, menntun og þjálfun starfsmanna og skipulagsmál starfseminnar á þessu sviði svo eitthvað sé nefnt.

Unnið er að ýmsum samstarfsverkefnum sem tengjast eftirliti með tollamálum á þessum vettvangi sem og öðrum. Fundurinn stendur yfir í tvo dag og lýkur síðdegis þriðjudaginn 20. september.

Til baka