Breytt aðflutningsskýrsla 1. janúar 2006

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytt aðflutningsskýrsla 1. janúar 2006

20.12.2005

Um áramótin taka gildi breytingar á lögum nr. 162/2002 um úrvinnslugjald, vegna nýrra úrvinnslugjalda á pappa-, pappírs- og plastumbúðir.

Allir innflytjendur og tollmiðlarar verða að fylla út breytta aðflutningsskýrslu með nýjum viðbótarupplýsingum vegna pappa-, pappírs og plastumbúða vegna allra vara sem ótollafgreiddar eru frá og með 1. janúar 2006, hvort sem aðflutningsskýrsla hefur verið lögð inn hjá tollstjóra eða ekki fyrir áramót. Þetta gildir um allar aðflutningsskýrslur með tegund afgreiðslu AL eða ET, pappírs og SMT/EDI/VEF-skýrslur.

Hinsvegar þarf ekki að endurgera skýrslur yfir vörusendingar sem komu til landsins fyrir áramót og eru hraðsendingar (HS í tegund afgreiðslu), bráðabirgðatollafgreiddar vörusendingar (B* tegund í afgreiðslu) eða skýrslur sem eru leiðréttingar á skýrslum eftir tollafgreiðslu vörusendingar. Um HS vörusendingar og bráðabirgðatollafgreiddar sendngar gildir að hafi HS sending verið afhent (sbr. komudagur í sendingarnúmeri) eða vörusending bráðbirgðatollafgreidd fyrir áramót þá ber að fylla út aðflutningsskýrslu skv. eldri reglum, en annars skv. nýjum reglum.

Allar vörur í tollskrá eru gjaldskyldar . Nýja úrvinnslugjaldið leggst á þyngd umbúða í kg, sem tilgreina skal í skýrslu með tveim aukastöfum. Með þyngd umbúða er átt við þyngd umbúða utan um vöru og stundum einnig vöruna sjálfa, þ.e. þegar verið er að flytja inn umbúðir sem slíkar. Þessi nýi gjaldstofn kallar á nýtt svæði í vörulínum tollskrárnúmera í aðflutningsskýrslu.

Gjaldalyklar nýju úrvinnslugjaldanna eru:

BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 10,00 kr/kg umbúða.

BX Plastumbúðir - 10,00 kr/kg umbúða.

Ábending. Áætlun þyngdar umbúða: Sérstakt við þetta gjald er að heimilt er að áætla þyngd umbúða, sem skráð er í aðflutningskýrslu, skv. sérstökum reiknireglum þegar ekki liggur fyrir staðfest þyngd; raunþyngd. Þessar reiknireglur eru innbyggðar í vef VEF-tollafgreiðslu og tollskýrslugerðarhugbúnað EDI/SMT innflytjenda og tollmiðlara. Þegar þyngd umbúða er áætluð er skylt að nota reiknireglur; ekki má nota aðrar aðferðir.

Hér eru nánari upplýsingar um breytta aðflutningsskýrslu og reiknireglur:

1. Dæmi um aðflutningsskýrslu, útfyllt skv. reglum frá og með 1. janúar 2006. Smellið hér.

2. Leiðbeiningar um tollskýrslugerð innflutnings hafa verið uppfærðar á vef tollstjóra. Smellið hér, til að fá skýringar hvernig dálkar 30 og 31 í skýrslunni skulu fylltir út.

3. Hér er reikniregla vegna áætlunar á þyngd umbúða skýrð. Smellið hér.

4. Smelltu hér til að skoða hlutfallstöflu reiknireglna

Til baka