Kynningarfundur um upprunamerkingar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Kynningarfundur um upprunamerkingar

29.02.2008

Í samstarfi utanríkis- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyta er boðað til kynningarfunda um starf Evrópusambandsins á sviði upprunamerkinga matvæla (Geographical Indications) annars vegar og byggðaþróunar (rural development) hins vegar.

Kynningarnar verða haldnar í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, föstudaginn 14. mars n.k. og standa frá kl. 09.00 til 11.00 [upprunamerkingar] og frá 11.00 til 13.00 [byggðaþróun]. Sérfræðingar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins munu kynna þessi málefni og fjalla sérstaklega um möguleika á þátttöku Íslands í þeim og hagsmuni Íslands sem því kunna að tengjast. Munu þeir að því búnu sitja fyrir svörum fundarmanna. Nánari upplýsingar um þessi atriði er að finna á neðangreindum vefsíðum: http://ec.europa.eu/agriculture/foodqual/quali1_en.htm http://ec.europa.eu/agriculture/rurdev/index_en.htm Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Elfu Kristinsdóttur í utanríkisráðuneytinu í síma 545 9935 eða á netfangið elfa.kristinsdottir@utn.stjr.is fyrir 10. mars n.k.

Utanríkis- og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Til baka