Ábending til gjaldenda vegna tímabundinnar frestunar á gjalddaga aðflutningsgjalda

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ábending til gjaldenda vegna tímabundinnar frestunar á gjalddaga aðflutningsgjalda

17.11.2008

Vegna fréttatilkynningar fjármálaráðuneytis nr. 19/2008 um tímabundna frestun á gjalddaga aðflutningsgjalda er gjaldendum bent á:

Eindagi vörugjalds af bifreiðum mun ekki breytast (gjaldflokkur VF, tímabil 2008-10) og er 17. nóvember 2008. Frestun á gjalddaga aðflutningsgjalda nær eingöngu til aðflutningsgjalda sem er skuldfærð skv. 120. grein tollalaga (tollkrít, gjaldflokkur TA).

Þeim aðilum sem nýta sér lengri frest á greiðslu aðflutningsgjalda er bent á að ekki verða sendir greiðsluseðlar vegna þess hluta sem er frestað. Greiðsluseðlar í gjaldflokki TA (B 2008 05) og VF (B 2008 10) munu mánudag 17.11.2008 vera virkir fyrir alla fjárhæðina. Eftir mánudaginn 17. 11.2008 verða þeir einungis virkir fyrir fjárhæðina sem er í gjaldflokki VF.

Gjaldendur verða sjálfir að hafa frumkvæði að því að greiða eftirstöðvar aðflutningsgjaldanna á réttum tíma til að koma í veg fyrir að skuldfærsluheimild aðflutningsgjalda lokist.

Gjalddagar eftirstöðva eru 15.12.2008 og 05.01.2009. Greiða má inn á reikning  0101-26-85002, kt. 650269-7649 og senda skýringu á fax númer 562-5826 eða á skattur@tollur.is.

Nánari upplýsingar má fá hjá tollstjóra í síma 5600300 og fyrirspurn@tollur.is

 

Til baka