Rafræn skil á einfölduðum tollskýrslum og útfylling á vef tollsins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Rafræn skil á einfölduðum tollskýrslum og útfylling á vef tollsins

22.12.2008

Tekin hafa verið upp rafræn skil á upplýsingum úr einfölduðum tollskýrslum (E-1.3 og E-2.3 í stað E-8) vegna innflutnings og útflutnings. Vörur þær sem hér um ræðir eru undanþegnar öllum aðflutningsgjöldum og ekki háðar innflutnings eða útflutningstakmörkunum, t.d. tollfrjálsar gjafir, verðlaus sýnishorn og endursendir tómir gámar, sbr.  47. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.

Fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri sem leyfi hafa til SMT- eða VEF-tollafgreiðslu geta nú með rafrænum hætti sent upplýsingar úr slíkum tollskýrslum vegna innflutnings og útflutnings á vörum. Fram til þessa hefur þurft að skila skriflegri tollskýrslu vegna þessara vara á sérstöku eyðublaði E-8 (einfaldari tollskýrsla) sem verður tekið úr umferð.

Einstaklingar sem ekki stunda atvinnurekstur geta fyllt út einfaldaða tollskýrslu, E-1.3 vegna innflutnings og E-2.3 vegna útflutnings á vefnum, prentað út og undirritað. Til þess að auðvelda útfyllingu eyðublaðanna eru þeir reitir sem fylla ber út opnir en aðrir reitir læstir. Við tollafgreiðslu ber að afhenda tollstjóra tollskýrsluna ásamt staðfestingargögnum.

Á vefnum eru leiðbeiningar um útfyllingu einfaldaðrar tollskýrslu vegna innflutnings og útflutnings.

1. febrúar 2009 verður hætt að nota eyðublað E-8 vegna tollafgreiðslu.

Sjá einnig tilkynningu til tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa sem þjónusta tollskýrslugerðarhugbúnað þeirra

Til baka