Níu tollverðir útskrifaðir frá Tollskóla ríkisins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Níu tollverðir útskrifaðir frá Tollskóla ríkisins

25.05.2009

Föstudaginn 22. maí s.l. útskrifuðust 9 tollverðir frá Tollskóla ríkisins. Athöfnin fór fram í Iðnó að viðstöddum vinnufélögum og fjölskyldum útskriftarnema.

Athöfnin hófst  með hefðbundum hætti með því að  skólastjóri ávarpaði útskriftarnema og afhenti skírteini. Viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur hlaut Þóra Atladóttir. 

Karen Bragadóttir, forstöðumaður tollasviðs  flutti ávarp og bauð nemendur velkomna til starfa sem fullmenntaða tollverði.

Ársæll Ársælsson formaður Tollvarðafélags Íslands færði nemendum bindisnælu og merki félagsins að gjöf og að lokum flutti Baldvin Örn Konráðsson ávarp fyrir hönd hópsins.

Útskriftarnemar Tollskólans 2009

Til baka