Úrskurðir Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Úrskurðir Tollstjóra

16.11.2009

Tollskyldur aðili getur, skv. 117. gr. (grein) tollalaga 88/2005, kært ákvörðun Tollstjóra um gjaldskyldu, fjárhæð aðflutningsgjalda eða atriði sem liggja til grundvallar ákvörðun aðflutningsgjalda, með skriflegri rökstuddri kæru til Tollstjóra. Ef ágreiningurinn er um vöru sem þegar hefur verið tollafgreidd er kærufresturinn 60 dagar frá tollafgreiðsludegi.

Skal Tollstjóri úrskurða svo fljótt sem verða má og eigi síðar en innan 30 daga frá því að gagnaöflun er lokið. Úrskurðinn skal senda til innflytjanda með sannanlegum hætti, úrskurðurinn verður að vera rökstuddur og koma þarf fram hvort heimilt sé að kæra úrskurðinn til ríkistollanefndar skv. 118. gr. tollalaganna eða til fjármálaráðherra.

Tollstjóri birtir úrskurði embættisins, sem tengjast tollamálum á vefnum eftir að þeir hafa borist kæranda.

Kynnið ykkur úrskurðina

Upplýsingar um kæruleiðir vegna ákvarðana Tollstjóra

Til baka