Falsaður fatnaður

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Falsaður fatnaður

08.01.2010

í lok desember stjórnaði Ítalska lögreglan með stuðningi Europol aðgerð, sem fólst í því að leysa upp og gera óvirkt stórt net glæpasamtaka sem tengdist fjöldaframleiðslu og dreifingu á fölsuðum fatnaði frá Ítalíu og Tyrklandi. Fatnaðinum var dreift um alla Evrópu í gegnum kínversk, tyrknesk og ítölsk glæpasamtök. 16 ólöglegar fataverksmiðjur fundust á Ítalíu, 12 menn voru handteknir í Ítalíu og Frakklandi og 3 milljónir falsaðra vara að verðmæti 150 milljóna evra voru haldlagðar á Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í meira en tvö ár og sönnunargögn sem fundust sýna fram á tengingar við önnur glæpasamtök í Hvítarússlandi, Kanada, Ísrael, Máritus og San Marinó. Aðgerðin fór fram með samstilltu átaki lögreglu, tollgæslu og dómsyfirvalda í 12 löndum í samvinnu við Europol, Eurojust og Interpol.

Að þessu máli var einnig  unnið hér á Íslandi að því komu fulltrúi Íslands hjá Europol, starfsmenn efnahagsbrotadeildar, tollgæsla, alþjóðadeild ríkislögreglustjórans, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu , lögreglan á Suðurnesjum og lögreglan á Akureyri.

Tollstjóri veitir ekki frekari upplýsingar um málið.

Frétt á vef Europol


Ef þú hefur upplýsingar um falsaðar vörur er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030.

 

Til baka