Breytingar á tollframkvæmd innan ESB

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á tollframkvæmd innan ESB

02.02.2010

Tollstjóri vekur athygli á að innan Evrópusambandsins hefur verið innleitt nýtt kerfi EORI (Economic Operators Registration and Identification System). Kerfinu er ætlað að auka öryggi tollframkvæmdar og byggir á reglugerðum ESB nr. 648/2005 og 187/2006. EORI kerfið varðar tollabandalag ESB og fellur því ekki undir gildissvið EES-samningsins og eru EFTA ríkin því almennt ekki aðilar að kerfinu.

Íslensk tollyfirvöld gefa ekki út EORI númer heldur einungis tollyfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Á vef Viðskiptaráðs er að finna ítarlegar upplýsingar um breytingarnar

EORI Guidelines (pdf skjal á ensku)

Til baka