Ný eyðublöð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ný eyðublöð

02.12.2010

Tekin hafa verið í notkun tvö ný eyðublöð í stað eldri eyðublaða. Annars vegar er um að ræða yfirlýsingu vegna innflutnings búslóðar og hins vegar um yfirlýsingu vegna farangurs á farmskrá. Helstu nýjungar eru að yfirlýsingarnar eru mun einfaldari og notendavænni. Ekki verður lengur skylt að telja upp í löngu máli, hvað verið er að flytja inn í landið tollfrjálst á grundvelli þeirra tollfríðinda, sem tiltekin eru í lögum, heldur sjónum í auknum mæli beint að þeim vörum sem hugsanlega eru tollskyldar. Þá eru nýju yfirlýsingarnar einnig á ensku.

Til að nota þessi eyðublöð þarf Adobe Acrobat Reader. Forritið er frítt, en til að fullnýta möguleika pdf skjala mælum við með nýjustu útgáfu forritsins.

Eyðublöð Tollstjóra eru aðgengileg á slóðinni: http://www.tollur.is/eydublod

Til baka