75 ára afmæli Tollvarðafélags Íslands

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

75 ára afmæli Tollvarðafélags Íslands

11.12.2010

Tollvarðafélag Íslands var stofnað 8. desember 1935. Af því tilefni var haldin afmælishátíð í Haukahúsinu, laugardaginn 4. desember síðastliðinn.  Öllum starfandi tollvörðum var boðið til veislunnar auk þeirra sem eru hættir vegna aldurs. Þátttaka var góð en 122 manns mættu og áttu góða kvöldstund saman. Þetta kvöld voru sjö tollverðir heiðraðir fyrir störf sín í þágu félagsins. Þeir sem hlutu gullmerki félagsins voru: Arilíus Harðarson, Einar Birgir Eymundsson,  Jóhanna Guðbjartsdóttir, Jónas Hall, Páll Franzson, Sigurður Albertsson og Sverrir Lúthersson en heiðursnafnbót hlaut Sveinbjörn Guðmundsson.  

Á afmælisdegi Tollvarðafélags Íslands, 8. desember bauð félagið til heimsóknar í Tollminjasafnið.  Mikil vinna hefur verið lögð við undirbúning safnsins og hafa þeir Jónas Hall og Sverrir Lúthersson lagt á sig mikla vinnu við að koma safninu í það horf sem það er  í dag. Safnið hefur tekið á sig góða mynd þó að það sé ekki endanlega tilbúið. Gestir á þessum tímamótum voru  starfsmenn Tollstjóra sem fjölmenntu og gæddu sér á  afmælistertu. 

Ljósmyndir frá viðburðunum

Til baka