Álag á þjónustuveri innheimtusviðs í kjölfar útsendingar á innheimtubréfum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Álag á þjónustuveri innheimtusviðs í kjölfar útsendingar á innheimtubréfum

26.01.2011

Innheimtubréf vegna gjaldfallinna opinberra gjalda voru send út í vikunni. Vænta má mikils fjölda símtala frá viðskiptavinum vegna þeirra. Af þessum sökum eru viðskiptavinir þjónustuvers Tollstjóra beðnir um að sýna skilning á lengri biðtíma en venjulega.

Til hagræðingar fyrir viðskiptavini bendum við á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið fyrirspurn@tollur.is. Einnig geta viðskiptavinir Tollstjóra séð skuldastöðu sína á þjónustusíðu ríkisskattstjóra www.skattur.is notið kennitölu og veflykil til innskráningar (sama veflykil og notaður er þegar skattframtali er skilað).

Vakin er athygli á að þrátt fyrir að viðskiptavinir innheimtumanns ríkissjóðs séu með gilda greiðsluáætlun fá þeir innheimtubréf sent.

Til baka