Álag á þjónustuveri innheimtusviðs í kjölfar álagningar opinberra gjalda

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Álag á þjónustuveri innheimtusviðs í kjölfar álagningar opinberra gjalda

26.07.2011

Álagning opinberra gjalda árið 2011 fór fram mánudaginn 25. júlí. Búast má við því að símhringingum til Tollstjóra fjölgi verulega vegna álagningarinnar. Af þessum sökum eru viðskiptavinir þjónustuvers Tollstjóra beðnir um að sýna skilning á lengri biðtíma en venjulega.

Til hagræðingar fyrir viðskiptavini bendum við á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið fyrirspurn@tollur.is.

Einnig geta viðskiptavinir Tollstjóra séð skuldastöðu sína á þjónustusíðu ríkisskattstjóra www.skattur.is með því að nota kennitölu og veflykil til innskráningar (sama veflykil og notaður er þegar skattframtali er skilað).

Til baka