Falsaður fatnaður tollafgreiddur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Falsaður fatnaður tollafgreiddur

07.11.2011

Nýverið stöðvaði tollgæslan sendingu, sem innihélt töluvert magn af fatnaði sem grunur lék á að væri falsaður. Um var að ræða 175 stk. af peysum og buxum sem komu með hraðsendingu frá Kína.

Haft var samband við rétthafa sem staðfesti að um falsaðan varning væri að ræða en vildi þó ekkert aðhafast þar sem um of lítið magn væri að ræða.

Tollgæslan hefur mjög takmörkuð úrræði samkvæmt tollalögum til að koma í veg fyrir að falsaður varningur sé markaðssettur hér á landi ef rétthafi vill ekkert aðhafast og því voru vörurnar tollafgreiddar og afhentar innflytjanda.

Fatnaður, myndin tengist málinu ekki beint.
Falsaður fatnaður - sumaskapurinn er ekki upp á marga fiska

Tengiliður vegna fréttar Hörður Davíð Harðarson, yfirtollvörður


Ef þú hefur upplýsingar um falsaðar vörur er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030, þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

 

 

 

 

Til baka