Tollstjóri innheimtir ekki tollmeðferðargjald

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollstjóri innheimtir ekki tollmeðferðargjald

05.12.2011

Fullyrt er í frétt á vef rúv, sem birt var í morgun að viðtakendur sendinga frá útlöndum þurfi að greiða tollinum gjald fyrir að meta tolla og gjöld sem leggjast á vörur, sem þeir eru að flytja til landsins.

Þetta er einfaldlega ekki rétt Tollstjóri innheimtir engin „tollmeðferðargjöld".

Í fréttinni er vitnað er til svars innanríkisráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en í þeirri fyrirspurn er meðal annars spurt um tekjur og rekstrarkostnað Íslandspósts af tollmiðlun.

Í sömu frétt er fullyrt: „Alls innheimti tollurinn 216 milljónir í aðflutningsgjöldum í fyrra en 64 milljónir í tollmeðferðargjöldum." Eins og fyrr segir innheimtir Tollstjóri engin tollmeðferðargjöld, en álögð aðflutningsgjöld á árinu 2010 voru alls um 185 milljarðar króna.

Ársskýrsla Tollstjóra 2010

Gjaldskrá Tollstjóra

Til baka