Breytingar á tollskrá 1. janúar 2012

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á tollskrá 1. janúar 2012

23.12.2011

1. janúar 2012 taka gildi breytingar á íslensku tollskránni samkvæmt auglýsingu um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88 18. maí 2005 sem Fjármálaráðuneytið gaf út 15. desember 2011.

Breytingar þessar leiða af breytingum sem Tollasamvinnuráðið hefur samþykkt á samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskrá  Tollasamvinnuráðsins  en hún var tekin upp í alþjóðlegum viðskiptum samkvæmt alþjóðlegum samningi sem gerður var að frumkvæði ráðsins 14. júní 1983. Samningurinn tók gildi gagnvart samningsaðilum 1. janúar 1988 og var Ísland meðal stofnaðila hans.

Meginbreytingarnar taka til 3. og 16. kafla tollskrárinnar þar sem nákvæmari sundurgreining er tekin upp varðandi sjávarafurðir eins og fisk, krabbadýr, lindýr og vatna- og sjávarhryggleysingja.

Til þess að auðvelda fyrirtækjum og öðrum sem málið varðar er hér að finna Tollskrá 2012, þar sem breytingar á tollskránni eru litaðar með gulu til að auðvelda leit. Jafnframt er hér listi yfir ný tollskrárnúmer sem tekin eru upp og eins þau sem falla niður svo og umrædd auglýsing fjármálaráðuneytisins.

Gerður hefur verið samsvörunarlykill milli Tollskrár 2011 og Tollskrár 2012 til þess að auðvelda endurflokkun vara eftir umræddar breytingar.

Unnið er að prentun Tollskrár 2012 og er gert ráð fyrir að hún komi út í upphafi nýs árs, einnig er unnið að uppfærslu á veftollskrá en breyta þarf u.þ.b. 2000 færslum í gagnagrunninum.

Stefnt er að því að opna Veftollskrá 2012 í fyrstu viku janúar 2012 búið er að uppfæra gögnin, en villuprófanir standa yfir. Hægt er að skoða eldri útgáfur tollskrár með því að slá inn dagsetningu aftur í tímann. Tollskrá 2012 er aðgengileg í pdf skjali hér að neðan.

Einnig er unnið að uppfærslu á reiknivélinni á vefnum.

Auglýsing nr. 154/2011 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88 18. maí 2005, með síðari breytingum

Tollskrá 2012, pdf skjal - (2,6 MB.), breytingarnar eru merktar með gulu, ensk útgáfa er aðgengileg hér.

Formáli vegna samsvörunarlykils, pdf skjal - (38 kb.)

Samsvörunarlykill, pdf skjal (251 KB)

Tollskrárnúmer sem falla niður 2012, pdf skjal - (55 kb.)

Ný tollskrárnúmer 2012, pdf skjal - (67 kb.)

Kynning á tollskrárbreytingum 2012 (pdf glærur)

Skjölin eru birt með fyrirvara um villur og gætu tekið breytingum.

Sjá einnig frétt tollstjóra - Breyting á tollskrá, aðflutningsgjöldum o.fl. sem tekur gildi 1. janúar 2012

Síðast uppfært/breytt 2. janúar 2012

Til baka