Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?

18.01.2012

Niðurstöður úttektar á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga voru kynntar á Grand Hótel Reykjavík í dag.

Vefur Tollstjóra var í hópi fimm bestu vefja ríkisstofnanna.

Þetta er í fjórða sinn sem tollur.is lendir í slíkri úttekt og verða niðurstöðurnar nú sem fyrr nýttar til að bæta vefinn og þjónustu hans enn frekar.

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011 graf: vefur tollstjóra samanborið við meðaltal allra

Grafið sýnir frammistöðu vefs Tollstjóra í samanburði við meðaltal allra vefja, sem þátt tóku, skoðaðu gögnin

Úttekt af þessu tagi hefur farið fram annað hvert ár síðan árið 2005, Deliotte hf. sá um framkvæmd verkefnisins að þessu sinni.

Könnunin var tvíþætt,  annars vegar voru vefirnir metnir af sérfræðingum samkvæmt gátlistum um innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Hins vegar svöruðu forsvarsmenn vefjanna spurningalista og gátu þeir gert athugasemdir við matið.

Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra veitti viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn, sem valdir voru af dómnefnd úr hópi fimm bestu vefjanna í hvorum flokki fyrir sig.

Niðurstaða dómnefndar var að besti ríkisvefurinn væri vefur Tryggingastofnunar og besti sveitarfélagavefuinn væri vefur Akureyrar við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Fimm bestu vefirnir úr hópi ríkisvefja eru vefir (í stafrófstöð): 

Fiskistofu

Háskólans á Akureyri

Neytendastofu

Tollstjóra

Tryggingastofnunar 

Fimm bestu vefirnir úr hópi sveitarfélagavefja eru vefir: 

Akureyrarbæjar

Garðabæjar

Mosfellsbæjar

Reykjavíkurborgar

Seltjarnarness

Hér má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild

Til baka