Greiðsla inneigna

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Greiðsla inneigna

02.08.2012

Mikið álag er á þjónustuveri innheimtusviðs í kjölfar álagningar opinberra gjalda og hefur afgreiðsla inneigna því tafist.

Starfsfólk innheimtusviðs vinnur hörðum höndum að því að afgreiða inneignirnar og munu þær berast eins fljótt og unnt er.

Inneignir geta til dæmis verið til komnar vegna barnabóta, vaxtabóta og ofgreiddra skatta, Tollstjóra ber að kanna skuldastöðu einstaklinga á öðrum sköttum og gjöldum við ríkissjóð áður en greiðsla inneigna getur farið fram.

Inneignir eru eingöngu lagðar inn á reikning, ekki eru sendar ávísanir í pósti. Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir, sem ekki hafa gert það áður sent Tollstjóra upplýsingar um reikningsnúmer á netfangið fyrirspurn [hjá] tollur.is .

Við biðjum fólk um að sýna biðlund um leið og við biðjumst afsökunar á þessum töfum.

Til baka