Tollgæsla haldlagði 140 vopn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollgæsla haldlagði 140 vopn

24.01.2013

Tollgæslan lagði hald á samtals 140 vopn af ýmsum tegundum á nýliðnu ári, 2012. Langflest þeirra voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli, eða 100 stykki. Til viðbótar voru 36 stykki haldlögð í Reykjavík og fjögur á Seyðisfirði. Eru þetta umtalsvert fleiri vopn heldur en haldlögð voru á árunum 2010 og 2011, en færri en árið 2009.

Eggvopn voru stór hluti haldlagðra vopna árið 2012, samtals 54. Þar bar mikið á fjaðurhnífum og kasthnífum, sem voru samtals 27. Haldlögð skotvopn voru jafnframt 27 talsins. Að stærstum hluta var um að ræða loftbyssur, en einnig riffla og haglabyssu. Þessu til viðbótar má nefna talsvert af skotfærum, nokkur hnúajárn, kaststjörnur, rafbyssu og piparúða. Loks voru 42 stykki handjárn haldlögð.

Haldlagning tollgæslu á ofangreindum munum fellur undir og er í samræmi við gildandi vopnalög nr.16/1998.

Fjöldi vopna sem tollgæslan haldlagði 2012 samanborið við 2011, 2010 og 2009

2012

2011

2010

2009

Skotvopn

27

33

21

22

Eggvopn

54

52

51

87

Handjárn

42

13

14

32

Önnur vopn

17

19

28

65

Samtals

140

117

114

206

Myndir af vopnum sem tollgæslan hefur haldlagt.

Til baka