Tollgæslan stöðvaði gám með þýfi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollgæslan stöðvaði gám með þýfi

06.02.2013

Tollgæslan stöðvaði í síðustu viku vöruflutningagám, sem hafði að geyma þýfi, er átti að senda úr landi. Grunsemdir höfðu verið um að í einum gámanna sem til skoðunar voru væri að finna illa fengna muni.  Í gámnum, sem fyrirhugað var að senda úr landi, var meðal annars að finna vinnuvél, sem hafði verið stolið á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Lagt var hald á vélina og henni síðan komið aftur í réttar hendur. Þess má geta að fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar aðstoðaði við leit í gámnum.

Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málið.

Til baka