Tollgæsla stöðvaði vindlingasmygl

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollgæsla stöðvaði vindlingasmygl

13.02.2013

Tollgæslan lagði hald á tæplega hundrað lengjur af vindlingum, sem reynt var að smygla inn í landið um síðustu helgi.

Það var á sunnudaginn síðastliðinn, skömmu eftir að erlent fiskiskip hafði verið tollafgreitt þar sem það lá við bryggju, að árvökulir tollverðir komu auga á tvo skipverja af skipinu þar sem þeir báru sinn hvora ferðatöskuna í land og út fyrir hafnarsvæðið. Þegar mennirnir urðu varir við að þeim var veitt athygli köstuðu þeir töskunum frá sér og tóku til fótanna. Tollverðirnir stöðvuðu hlaup þeirra og játuðu þeir þá að eiga sinn hvora töskuna. Tjáðu þeir tollvörðunum einnig að í þeim væru vindlingalengjur. Við nánari athugun kom í ljós að töskurnar höfðu að geyma samtals 97 lengjur af vindingum eða tæplega tuttugu þúsund stykki.

Málinu var lokið með upptöku varningsins og sektargerð samkvæmt gildandi tollalögum.

Tollgæslan gerir árlega upptækt mikið magn af ólöglegum varningi sem reynt er að smygla til eða frá landinu. Mörg þessara mála upplýsast vegna aðstoðar almennings.

Upplýsingum um smygl má koma nafnlaust til tollgæslunnar með því að hringja í síma 552-8030 eða senda póst á smygl@tollur.is

Smyglaðir vindlingar

Fleiri myndir hér

Nánari upplýsingar veitir Ársæll Ársælsson aðstoðaryfirtollvörður í síma: 5600300

Til baka