Tollgæsla haldlagði á tíunda kíló af steradufti

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollgæsla haldlagði á tíunda kíló af steradufti

10.04.2013

Tollgæslan haldlagði á tíunda kíló af steradufti á síðasta ári, 2012. Er það gríðarleg aukning sé litið til áranna á undan, því 2011 voru haldlögð 200 grömm af steradufti og 1.3 kíló árið 2010. Þar sem yfirleitt eru 10 milligrömm af virku efni í hverri steratöflu má ætla að það magn sem haldlagt var á síðasta ári hefði dugað í fleiri hundruð þúsund steratöflur, hefði það komist inn í landið.

Þá jókst magn fljótandi stera verulega milli ára, því á síðasta ári voru haldlagðir 1.44 lítrar samanborið við 128 millilítra árið 2011 og 811 millilítra 2010. Rennir þetta mikla magn sem haldlagt var á síðasta ári stoðum undir þann grun, að hér á landi séu aukin umsvif í fullvinnslu steradufts í söluform, enda hefur tollgæslan haldlagt tæki og tól til að steypa steratöflur og loka ambúlum, sem notaðar eru undir stera í sölu.

Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess að reyna að smygla sterum til landsins, en slík iðja er sem kunnugt er brot á lyfjalögum. Nýjasta afbrigðið í þeim efnum eru svokallaðir pappasterar, þar sem sterum er komið fyrir í pappírsformi og leysast þeir upp við inntöku.

Þær sterasendingar sem haldlagðar hafa verið á þremur undanförnum árum hafa borist frá nítján löndum. Flestar hafa þær komið frá Tælandi eða í 23 prósent tilvika og næstflestar frá Bretlandi, eða 19 prósent.

Ýmsar leiðir eru reyndar...

Nokkar myndir af sterum

Til baka